Háskóli Íslands

Tölvuleikjaforritun

Tölvuleikjaforritun - tveggja daga námskeið

Í þessu námskeiði læra nemendur hvernig hægt er að gera tölvuleiki heima. Kennt verður á leikjaforritunarhugbúnaðinn Unity, sem býður upp á nær allt sem fólki getur dottið í hug.

Smíðaður verður tölvuleikur í einfaldari kantinum og áhersla á að nemendur læri hvernig þau myndu gera eigin tölvuleik. Námskeiðið er ætlað byrjendum en þau sem hafa lært einhverja forritun áður eru einnig velkomin. 

Ekki er ráðlagt að taka bæði tveggja daga námskeið og þemadag í tölvuleikjaforritun þar sem farið verður yfir svipað efni á þessum námskeiðum. 

Kennarar: Guðný Halldórsdóttir og Vilborg Vala Sigurjónsdóttir, nemendur í eðlisfræði við Háskóla Íslands og Kóder kennarar