Háskóli Íslands

Tölvuverkfræði

Tölvuverkfræði - Tveggja daga námskeið 

Tölva vinnur úr upplýsingum með því að breyta alls kyns upplýsingum í tvenndartölur (tvenndartölur eru tölurnar núll og einn). Síðan eru framkvæmdar reikniaðgerðir á þessum upplýsingum til að taka ákvarðanir eða endurraða þessum tölum allt eftir tilgangi verksins.
 
Þetta námskeið er bóklegt og verklegt. Fyrri daginn er farið yfir grundvallarhugtök og nauðsynleg atriði til að hanna einfaldan samleggjara og seinni daginn hannar hver nemandi sinn samleggjara.
 
Kennari: Þjóðbjörg Eiríksdóttir, BSc. í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands.