Háskóli Íslands

Tómstunda- og félagsmálafræði – Þemadagur

Sörvævor - Lifðu af í náttúrunni 

Skemmtilegt námskeið þar sem þátttakendur læra einfaldar aðferðir við að lifa af úti í náttúrunni í anda Robinso Crusoe. Það þarf hugvit og áræðni til þess að lifa af við erfiðar aðstæður.
 
Í námskeiðinu munum við læra að búa til skýli, kynnast nokkrum aðferðum við að kveikja bál, tálga, nota spírur sem byggingarefni og elda mat yfir opnum eldi. Reyna mun á samvinnu allra þátttakenda um leið og einstaklingsframtakið er virkjað. Þátttakendur kynnast öruggum hnífsbrögðum og fá að umgangast opinn eld og nýta hann til eldamennsku.  
 
Spennandi og skemmtilegt námskeið fyrir þá sem vilja læra að bjarga sér.
 
Námskeiðið byrjar og endar á háskólasvæðinu og mun að hluta til fara fram í Miðstöð Útivistar og Útináms í Gufunesbæ. 
 
Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og vera í viðeigandi skóbúnaði.  
 
Kennarar: Ingveldur Ævarsdóttir, grunnskólakennari með áherslu á útinám og stundakennari við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Ævar Aðalsteinsson, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði og verkefnastjóri í útinámi við Háskóla Íslands