Háskóli Íslands

Um Háskóla unga fólksins

Háskóli unga fólksins hefur verið starfræktur hvert sumar frá árinu 2004. Fróðleiksfúsir og fjörugir krakkar á aldrinum 12-16 ára hafa komið í nokkra daga í júní og lagt undir sig Háskólasvæðið og sett einstakan svip á umhverfið.

Námskeiðin sem hafa verið kennd við Háskóla unga fólksins skipta hundruðum og brautskráðir nemendur skólans eru hátt í þrjú þúsund.

Boðið er upp á fjölmörg námskeið og þemadaga. Einnig eru útileikir, grillveisla, lokahátíð og fleira órjúfanlegur hluti af upplifuninni. 

Háskóli unga fólksins frá fyrri árum.