Háskóli Íslands

Umhverfis- og auðlindafræði

Umhverfis- og auðlindafræði - Örnámskeið

Íslendingar líta á sig sem bókmenntaþjóð og eru afar stoltir af menningararfi sínum, sagnalistinni sem hér var skrifuð á miðöldum. Í þá daga voru bækur skrifaðar á kálfskinn en í dag eru þær skrifaðar á tölvur. Hvernig ætli það sé að vera skáld eða rithöfundur í nútímanum? Hvað er það að vera skáld og geta allir orðið skáld? Er hægt að læra að skrifa ljóð, skáldsögu eða leikrit?
Flest okkar hafa einhvern tímann reynt að setja saman sögu, skrifað ljóð eða samtal sem síðar varð að leikriti. Allir hafa þörf fyrir að tjá hugsanir sínar og tilfinningar og þar leikur skáldskapur og hugmyndaflug stórt hlutverk. Leikur að orðum getur opnað okkur nýja sýn á lífið og tilveruna, ekki síst þegar skapandi hugsun er annars vegar. Á ritlistarnámskeiðinu fá nemendur tækifæri til að setja sig í spor skáldsins og skrifa sína eigin texta undir handleiðslu kennara. Sérstök áhersla verður lögð á nálgun skrifanna, hvernig hugmyndir kvikna og verða að skáldskap. Unnið verður með tengsl orða, mynda og minninga og í því samhengi koma ljósmyndir við sögu.
Kennari: Hlín Agnarsdóttir, kennari í ritlist við Háskóla Íslands
Langar þig að vita hvað við getum gert til að hjálpa jörðinni okkar sem er undir miklu álagi vegna hegðunar mannfólksins? Langar þig að vita hvað sjálfbærni, sjálfbærnimarkmið, efnishyggja og umhverfishyggja þýða?
Í námskeiðinu er ætlunin að ræða um jörðina, umhverfismál, gildismat, viðhorf og hegðun ungs fólks varðandi neyslu. Sérstaklega verður fjallað um ferðamáta, fæðuval, endurvinnslu og siðræna neyslu. 
Nemendur geta tekið virkan þátt með því að velta upp hvernig bæta má ástand í umhverfismálum, en það skiptir máli fyrir framtíð okkar allra. 
 
Kennarar: Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis og auðlindafræði við Háskóla Íslands og Soffía Svanhildar Felixdóttir, meistaranemi í umhverfis og auðlindafræði við Háskóla Íslands.