Upplýsingafræði

Að rata um frumskóg upplýsinga.

Margir þekkja stóra rauða húsið á Melunum, Þjóðarbókhlöðuna. Þar leynast ógrynni upplýsinga; í bókum og tímaritum, handritum, kortum, vefsíðum, á rafrænu formi og á prenti. Það er sannarlega vandratað um þennan frumskóg og leiðin að þeim upplýsingum sem leitað er að ekki alltaf greið. Þetta námskeið miðar að því að auðvelda þátttakendum að finna réttu leiðina að því sem leitað er að hverju sinni.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að leita að fjölbreyttum upplýsingum með skipulögðum hætti, þekkja helstu tegundir upplýsinga og aðferðir við upplýsingaleitir. Þátttakendur spreyta sig á áhugaverðum verkefnum og leita að svörum við ýmsum spurningum með því að nýta sér upplýsingatækni. Farið verður í leiðangur um Þjóðarbókhlöðuna og þrautir leystar.

Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að:

  • Kunna skil á helstu tegundum upplýsinga
  • Þekkja helstu aðferðir við leit að ólíkum upplýsingum
  • Vita hvaða upplýsingar þeim standa til boða í Þjóðarbókhlöðu

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Örnámskeið
Mynd
Image
Nemendur HUF í tölvuveri