Háskóli Íslands

Upplýsingar um skráningar

Skráning í Háskóla unga fólksins 2018 hefst miðvikudaginn 23. maí kl. 18:00 og fer eingöngu fram rafrænt hér.  Mörg námskeið fyllast á nokkrum klukkustundum daginn sem skráning hefst. 
 
Nemendur velja fjögur tveggja daga námskeið, einn þemadag og þrjú örnámskeið.  Upplýsingar um námskeið og þemadaga.
 
Námskeiðisgjald er 20.000 krónur og greiðist það með greiðslukorti eða millifærslu þegar gengið er frá skráningu. Veittur er systkinaafsláttur þannig að hvert barn umfram fyrsta barn greiðir 13.000 kr. Skráningargjald er ekki endurgreitt eftir 4. júní. 
 
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband á ung@hi.is.