Háskóli Íslands

Vatnalíffræði

Vatnalíffræði: Skordýr

Í námskeiðinu verður farið í undirstöðuatriði vatnalíffræðinnar. Vatnalíffræði fjallar um eðlis- og efnafræðilega þætti vatna, lífríki þeirra og hvernig það mótast af eðlis- og efnafræðinni. Fjallað verður um mismunandi gerðir vatna á Íslandi en eitt af íslensku sérkennunum eru lindarvötnin, sem óvíða eru jafn algeng og hér, en einnig eru margar aðrar vatnagerðir sérstakar, eins og mýrlendi og jökulár.
Farið verður í Vatnsmýrina við Öskju, náttúrufræðahús háskólans, og náð í sýni af smádýrum og hornsílum og einnig verður fuglalíf skoðað. Vatnsmýrin er varpland andanna sem fara á Tjörnina með ungana sína.
 
Háskóli Íslands býður upp á kynningu á skordýrum í Elliðaárdal, m.a. á vatnaskordýrum að kvöldi 12. júní. Þetta er tveggja tíma ganga undir heitinu „Með fróðleik í fararnesti“ og eru nemendur boðnir velkomnir í fylgd með foreldrum sínum.
 
Kennari: Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands.