Háskóli Íslands

Vefsmíði

Vefsmíði - Örnámskeið

Viltu læra að búa til líflegar vefsíður með myndum og mismunandi útliti sem líta vel út í símum, spjaldtölvum og fartölvum? Viltu læra hvernig vefumhverfi virkar og hvað HTML, CSS og JavaScript merkja og hvernig það er notað í vefsmíði til að segja til um uppsetningu, útlit og virkni? Viltu læra að búa til vefsíður sem spila hljóð og myndbönd?

Á þessu námskeiði förum við yfir hvernig við skrifum vefsíður frá grunni og líka hvernig við endurblöndum vefsíður frá öðrum og breytum þeim eins og við viljum. Við notum verkfærið Thimble sem gerir okkur kleift að skrifa vefsíðu beint inn í vafra og sjá samstundis hvernig hún kemur út á vef, gera breytingar og laga og gefa vefsíðuna svo út á vef þegar við erum ánægð.

Enga forkunnáttu þarf og allir búa til vefsíður sem þeir geta sýnt á vefnum og haldið áfram með þegar heim er komið.

Kennari: Salvör Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.