Háskóli Íslands

Verkfræðileg hugsun

Verkfræðileg hugsun                                      

Hvað er verkfræði? Hvað gera verkfræðingar? Hvar má þá finna? Hvernig nýtist verkfræðileg hugsun við smíði kappakstursbíls?
 
Snert verður á helstu greinum vélaverkfræðinnar sem stuðst er við við smíði kappakstursbíls (t.d. burðarþolsfræði, efnisfræði og vélhlutafræði).
 
Skemmtileg og krefjandi verkefni verða unnin þar sem verkfræðilegri hugsun verður beitt.
Einnig verður bíllinn í ár TS16 skoðaður ásamt eldri bílum liðsins.
 
Kennarar: Daníel Freyr Hjartarson, BS í vélaverkfræði og stundakennari við HÍ, og aðrir liðsmenn liðsins Team Spark við Háskóla Íslands.