Háskóli Íslands

Vestnorræn fræði

Vestnorræn fræði

Nemendur Háskóla unga fólksins við skólasetningu

Í fréttum er oft vísað til norðurslóða, norðurskautsríkja, og vestnorrænna landa og víst er að áhugi umheimsins á þessum norðlægu slóðum hefur vaxið mikið á undanförnum árum.
 
Í þessu námskeiði verður gerður greinarmunur á þessum hugtökum og vestnorrænu löndin þrjú – Ísland, Grænland og Færeyjar - skoðuð sérstaklega. Hvað eiga þau sameiginlegt? Hvað er ólíkt með þeim? Af hverju hafa aðrir svona mikinn áhuga á þessum löndum? Hvers vegna er mikilvægt fyrir Ísland að vinna náið með þessum nágrönnum sínum?
 
Kennari: Margrét Cela, verkefnisstjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir og stundakennari við Háskóla Íslands.