Háskóli Íslands

Vindmyllur og vasaljós

Vindmyllur og vasaljós  - Tveggja daga námskeið og örnámskeið

Í þessu námskeiði munum við kynnast rafmagni og alls konar spennandi hlutum tengdum því betur. 

Við búum til okkar eigin vindmyllur og skoðum hvernig þær beisla vindorkuna og hvernig rafmagn verður til úr náttúruöflum. 
 
Þá búum við einnig til vasaljós með því að lóða saman rafrás og fleira skemmtilegt. 
 
Kennarar: Guðrún Höskuldsdóttir, nemi í verkfræðilegri eðlisfræði við Háskóla Íslands og fleiri.