Háskóli Íslands

Vindmyllusmíði – Þemadagur

Vindmyllusmíði – Vettvangsferð á Sogssvæðið 

Hvernig varð alheimurinn til? Hvar finnum við svarthol? Hvernig komust geimfararnir til tunglsins? Þetta eru sumar af þeim áhugaverðum spurningum sem við munum leita svara við á þemadeginum. Við munum einnig segja frá tækninni sem liggur að baki rannsóknum í stjörnufræði, svo sem Hubblesjónaukanum og risasjónaukum sem á að smíða á næstu árum.
Fjallað verður um stjörnuhimininn og farið í stjörnuskoðun innanhúss. Einnig kíkjum við út ef veður leyfir og skoðum sólgos og sólbletti í sjónauka.
Kennarar: Sævar Helgi Bragason og Sverrir Guðmundsson, nemar við Háskóla Íslands og tveir af umsjónarmönnum Stjörnufræðivefsins
Farið verður með rútu á Sogssvæðið þar sem Landsvirkjun rekur þrjár vatnsaflsstöðvar. Þar fer námskeiðið í vindmyllusmíði fram og auk þess verður Írafossstöð skoðuð og farið á nýja gagnvirka sýningu um rafmagn í Ljósafosstöð.
 
Vindorka hefur á síðastliðnum áratugum verið að ryðja sér til rúms og nú rísa vindmyllur um allan heim og seinast hér á Íslandi. Öll þekkjum við af eigin raun hve mikill kraftur vindsins er og því er spennandi að hugsa til þess að hægt sé að nýta hann.
 
En af hverju snúast vindmyllur þegar vindurinn blæs? Hvernig verður rafmagn til úr náttúruöflunum? Hvað eiga vindmyllur skylt við flugvélar?
 
Í þessu námskeiði munum við skoða hvernig rafmagn er búið til úr náttúruöflunum og sérstaklega hvernig vindmyllur beisla vindorkuna. Nemendur fá síðan tækifæri til þess að hanna, útfæra og smíða sína eigin vindmylluspaða og prófa getu þeirra með aflmælingu.
 
Kennarar: Baldur Brynjarsson, efnafræðingur og stundakennari við Háskóla Íslands, Baldur Helgi Þorkelsson, nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði við HÍ, Harpa Ósk Björnsdóttir, nemi í rafmagnsverkfræði við HÍ og Sólveig Ásta Einarsdóttir, nemi í rafmagnsverkræði við HÍ.