Háskóli Íslands

Vinnumarkaðshagfræði

Hagfræði - Vinnumarkaðshagfræði - Örnámskeið

Fjallað verður um kjaraviðræður og gerð kjarasamninga.
 
Við skoðum markmið og samingsstöðu aðila vinnumarkaðsins og hlutverk 
hins opinbera við gerð kjarasamninga. Nemendur fá sjálfir að spreyta sig á helstu úrlausnarefnum kjaraviðræðna undir leiðsögn kennara. 
 
Námskeiðinu lýkur á hagnýtu verkefni þar sem tveir hagsmunahópar nemenda semja um kaup og kjör. 
 
Kennari: Ágúst Arnórsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands