Háskóli Íslands

Vísindaafmæli og lokahóf í Háskólabíó. Laugardag kl. 10.00

Laugardaginn 14. júní verður vísindaafmæli og lokahóf í Háskólabíó.  Dagskráin hefst stundvíslega kl. 10.00 í stóra salnum með afmælisdagskrá og brautskráningu.  Nemendur Háskóla unga fólksins fá afhend viðurkenningarskírteini fyrir þátttöku sína.  Að brautskráningu lokinni verður veglegt vísindaafmæli með lifandi vísindamiðlun í anddyrinu. Þar verða meðal annars japanskir búningar og skrautskrift, stjörnutjald, leikir og þrautir, stjörnukíkir, ýmis tæki og tól, furðuspeglar, mælingar og alls kyns óvæntar uppgötvanir. 

 

Foreldrar/forráðamenn og systkini eru velkomin með. 

 
Hér fylgja með nokkrar myndir frá fyrsta degi Háskóla unga fólksins 2014.  Vikan hefur verið alveg einstök og nemendur einstaklega áhugasamir, skemmtilegir og hugmyndaríkir.