Háskóli Íslands

Vísindavefurinn

Hver er erfiðasta spurning í heimi?

Krakkar og unglingar hafa frá upphafi verið duglegustu spyrjendurnir á Vísindavefnum. Nú býðst þeim sem skrá sig í Háskóla unga fólksins að setjast hinum megin við borðið og svara spurningum um allt milli himins og jarðar! Á námskeiðinu fáið þið að vinna saman tvö og tvö í tölvuveri undir leiðsögn kennara.
 
Öll svör sem þið skrifið verða birt á Vísindavefnum í sérstökum flokki sem heitir Unga fólkið svarar. Í lok námskeiðsins verður farið í skemmtilegan spurningaleik.
 
Á Vísindavef Háskóla Íslands – visindavefur.hi.is – getur hver sem er fengið svör við næstum því hverju sem er. Þar er núna að finna svör við um 10.000 spurningum, meðal annars þessum hér: Hvernig getur alheimurinn verið endalaus? Er hægt að senda fólk á milli staða með teleport-vél? og Hver er erfiðasta spurningin í heiminum?
 
Kennarar: Jón Gunnar Þorsteinsson, bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins, og fleiri.