Háskóli Íslands

Vísindin og framtíðin

Vísindin og framtíðin - Örnámskeið

Við heyrum stöðugt að vísindi séu mikilvæg fyrir nútíma samfélög. Niðurstöður þeirra eru hagnýttar í óteljandi tækninýjungar sem gjörbreyta lífsháttum okkar og vísindalegar rannsóknir eru því nauðsynlegar til að knýja áfram hagvöxt. Í stuttu máli eru vísindi nauðsynlegt og jákvætt afl í samtímanum. En hvert stefna vísindi? Á framtíð þeirra einungis að vera í höndum vísindamanna? Megum við gagnrýna hvernig sumar uppgötvanir hafa verið hagnýttar hingað til?

Siðfræði vísinda og rannsókna er fag sem greinir og útskýrir siðferðileg álitamál við rannsóknir og tækniþróun. En þessi grein siðfræðinnar lætur sig einnig varða hvernig vísindi ættu að skapa framtíð okkar allra. Í þessu námskeiði munum við beina sjónum okkar að áskorunum framtíðar og spyrja okkur margvíslegra spurninga um hvers konar framtíð vísindi ber að færa okkur á sviðum umhverfismála, heilbrigðis og gervigreindar.

Kennari: Henry Alexander Henrysson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.