Tómstunda- og félagsmálafræði

Skemmtilegt námskeið þar sem þátttakendur læra einfaldar aðferðir við að lifa af úti í náttúrunni í anda Robinsons Crusoe. Það þarf hugvit og áræði til þess að lifa af við erfiðar aðstæður.

Nemendur fá ýmis tækifæri til að kanna náttúruna í gegnum leik og starf. Farið verður í greiningu á lífríki nærumhverfisins, svo sem vatnalífvera, plantna og fugla. Farið verður í leiki sem efla samstöðu hópsins. Í lokin tendra þátttakendur varðeld sem notaður verður til þess að búa til gotterí.

Spennandi og skemmtilegt námskeið fyrir þá sem vilja læra að bjarga sér.

Kennslan fer fram úti og því mjög mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og vera í viðeigandi skóbúnaði.

Titill
Hvernig námskeið

Text
  • Námskeið í 90 mín
Image
Image
""