Skráning í Háskóla unga fólksins fer eingöngu fram stafrænt hér á vef skólans.

Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga við skráningu:

1. Verið viðbúin þegar opnað verður fyrir skráningu! Háskóli unga fólksins fyllist yfirleitt mjög fljótt. Í ár eru færri sæti en venjulega vegna COVID-19.

2. Hver nemandi velur annaðhvort stundatöfluna Askja eða Árnagarður. Fyrir Öskju er svo valinn hópur A, B, D, E og fyrir Árnagarð F, G, H, I.

3. Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða námskeið eru í boði í hvorri stundatöflu fyrir skráninguna. 

4. Um leið og stundatafla og hópur fyllast falla viðkomandi valmöguleikar út og þá þarf að velja annað í staðinn.

5. Vinkonur/vinir geta ekki búist við því að lenda saman því margir hópar fyllast strax.

6. Það margborgar sig að vera skipulögð og snögg. Tæknileg tímamörk eru nauðsynleg til að tryggja virkni vefsins og því er ekki hægt að staldra við í hverju skrefi í skráningarferlinu. Verið því fljót að fylla út og velja í hverju skrefi.

7. Skráningu er ekki lokið fyrr en þátttakandi hefur greitt og fengið staðfestingu.

8. Vinsamlegast verið með allar upplýsingar til reiðu, s.s. netfang, kennitölu, heimilisfang og símanúmer nemanda og greiðanda. Mikilvægt er að hafa greiðslukortið við höndina.

9. Vegna mikillar aðsóknar, sem er alltaf umfram framboð, er því miður ekki hægt að tryggja öllum sæti. Þrátt fyrir að öllum leiðbeiningum sé fylgt hér að framan er því ekki að hægt að tryggja að skráning takist.

10. Vinsamlegast athugið. Það er ekki hægt að breyta um stundatöflu eða hóp eftir á.

Gangi ykkur vel í dag.