Skráning

Opnað verður fyrir skráningar kl. 15:00 þann 14. maí 2024. 

Skólinn verður haldinn dagana 10.-14. júní 2024. 

Þegar opnað er fyrir skráningar birtist skráningarhlekkur hér á þessari síðu sem og á forsíðunni. 

Hvernig skrái ég mig?

Næst verður opnað fyrir skráningar í Háskóla unga fólksins 2024. Þá verður Háskóli unga fólksins haldinn 10. - 14. júní 2024 og opnað fyrir skráningar kl. 15:00 þann 14. maí 2024.  Skráning fer eingöngu fram rafrænt hér á þessari síðu. Skráningarhlekkur birtist þegar opnað verður fyrir skráningar. 

Skráningargjaldið er kr. 25.000.

Háskóli unga fólksins fyllist ætíð fljótt þegar opnað er fyrir skráningar og er því mikilvægt að öll séu tilbúin á réttum tíma.

Við þökkum þann gríðarlega áhuga sem skólanum er sýndur. Aðsóknin er langt umfram væntingar. Það er afar gaman að finna þennan mikla áhuga á námi, vísindum og rannsóknum hjá ungu kynslóðinni.

Image
Mynd frá Háskóla unga fólksins 2023

Upplýsingar um skráningu

Nemendur velja stundatöflu A-O þegar opnað er fyrir skráningar. Skráning fer eingöngu fram rafrænt. Öll eru leidd í gegnum skráninguna skref fyrir skref. Skólinn fyllist yfirleitt samdægurs. 

Athugaðu að það er alltaf mikið álag á skráningarkerfinu og því getur tekið smá stund að komast að. Ef stundatafla birtist ekki á settum tíma í skráningarkerfinu er uppselt í töfluna og þá þarftu að velja aðra í staðinn.

Ekki er skipt í aldurshópa í Háskóla unga fólksins og er skólinn opinn fyrir nemendur sem fæddir eru árin 2010 - 2012 sumarið 2024. 

Image
Mynd frá Háskóla unga fólksins 2023

Gott að hafa í huga við skráningu

Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga við skráningu:

1. Verið viðbúin þegar opnað verður fyrir skráningu. Skólinn fyllist mjög fljótt.  

2. Vinsamlegast kynnið ykkur námskeið og stundatöflur sem eru í boði fyrir skráninguna. Hægt er að velja úr 14 stundatöflum, A - O.

3. Um leið og stundatafla fyllist fellur hún út sem valmöguleiki í skráningarkerfinu og þá þarf að velja aðra í staðinn. 

4. Vinir geta ekki búist við því að lenda saman því margar stundatöflur fyllast strax. Átján nemendur komast að í hverja stundatöflu.  

5. Það borgar sig að vera skipulögð og snögg. Tæknileg tímamörk eru nauðsynleg til að tryggja virkni vefsins og því er ekki hægt að staldra við í hverju skrefi í skráningarferlinu. Verið fljót að fylla út reiti og velja í hverju skrefi. 

6. Skráningu er ekki lokið fyrr en þátttakandi hefur greitt og fengið staðfestingu.  

7. Vinsamlegast verið með allar upplýsingar til reiðu, s.s. kennitölu, nafn, netfang, heimilisfang og GSM-síma nemanda og greiðanda. Mikilvægt er að hafa greiðslukortið við höndina. 

8. Vegna mikillar aðsóknar, sem er alltaf umfram framboð, er því miður ekki hægt að tryggja öllum sæti. Þrátt fyrir að öllum leiðbeiningum hér að framan sé fylgt er því ekki að hægt að tryggja að skráning takist.  

9. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að breyta um stundatöflu eftir á. 

Image
Mynd frá Háskóla unga fólksins 2023