Fyrri ár

Háskóli unga fólksins hefur verið starfræktur í Háskóla Íslands í júnímánuði allt frá árinu 2004. Fróðleiksfúsir og fjörugir krakkar hafa þá lagt undir sig háskólasvæðið, lært um heim vísinda og þekkingar og sett einstakan svip á umhverfið.

Námskeiðin sem hafa verið kennd við Háskóla unga fólksins frá upphafi skipta hundruðum og eru frá öllum fræðasviðum HÍ. Brautskráðir nemendur skólans eru hátt í sex þúsund.