Um HUF

Um Háskóla unga fólksins

Í Háskóla unga fólksins er boðið upp á námskeið af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands. Námskeið í í félagsvísindum, hugvísindum, menntavísindum, heilbrigðisvísindum, verkfræði, raun- og náttúruvísindum og þverfræðilegum greinum.

Háskóli unga fólksins hefur verið starfræktur hvert sumar frá árinu 2004, að undanskildu 2020 vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Fróðleiksfúsir og fjörugir krakkar hafa komið í nokkra daga í júní og lagt undir sig Háskólasvæðið og sett einstakan svip á umhverfið.

Image
Mynd frá Háskóla unga fólksins 2023

Námskeiðin sem hafa verið kennd við Háskóla unga fólksins skipta hundruðum og brautskráðir nemendur skólans eru hátt í sex þúsund.

Image
Mynd frá Háskóla unga fólksins 2023