Háskóli Íslands

Leikjafræði

Leikjafræði - Ákvarðanafræði - Tveggja daga námskeið

Leikjafræði (eða ákvarðanafræði) fjallar um samskipti manna og annarra. Viðfangsefnið er ekki beint leikur heldur að greina hvernig og hvers vegna fólk og fyrirtæki taka ákvarðanir, með hliðsjón af líklegum afleiðingum gjörða þeirra.

  • Hvert sem viðfangsefnið er eiga líkön leikjafræðinga það sameiginlegt að í þeim er ákveðnu kerfi lýst með því að tiltaka:
  • hverjir taka ákvarðanir
  • hvaða valkosti þeir eiga
  • hvaða hagsmuna þeir eiga að gæta
  • hvaða upplýsingar þeir hafa
  • og hvaða leikreglur eru rammi samskipta þeirra.

Almennt er miðað við að aðilar taki rökréttar ákvarðanir sem miða að því að auka eigin velferð en það er þó ekki algilt. Sum áhugaverðustu líkön leikjafræðinnar gera ráð fyrir að stundum geri menn mistök eða að þeir skilji leikinn ekki fullkomlega, það á t.d. við um hegðun neytenda og fyrirtækja. Með leikjafræði má t.d. skýra hvernig verðsamráð milli fyrirtækja geta komið og hvers vegna neytendur taka ákvarðanir sem að öllu jöfnu virðast ekki skynsamlegar.

Í námskeiðinu læra nemendur að greina ýmsa leiki og draga ályktanir um samskipti út frá afleiðingum ákvarðana. Þessum tækjum verður síðan beitt á raunveruleg dæmi varðandi ákvarðanatöku fyrirtækja og neytenda á markaði. Nemendur fá að sjálfsögðu að spreyta sig á nokkrum leikjum sjálf og ættu að námskeiði loknu að vera töluvert klókari en þeir voru áður.

Kennari: Ágúst Arnórsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands