Í Háskóla unga fólksins er hægt að velja á milli 14 fjölbreyttra stundataflna með sex námskeiðum og einum þemadegi hver.  

Í boði eru námskeið af öllum sviðum Háskóla Íslands, í félagsvísindum, hugvísindum, menntavísindum, heilbrigðisvísindum, verkfræði, raun- og náttúruvísindum og þverfræðilegum greinum. 

Skólinn stendur næst yfir dagana 10. - 13. júní 2025 og þá geta þrír árgangar skráð sig, árgangar 2011, 2012 og 2013 (12-14 ára), þ.e. nemendur í 6. - 8. bekk grunnskóla. Gjaldið er kr. 25.000.

Nemendur taka tvö námskeið á dag, fyrra kl. 9.00-10.30 og seinna kl.11.00-12.30.  Hálftíma frímínútur eru kl. 10.30-11.00. Fimmtudaginn 12. júní er þema og þá eru nemendur í sama faginu frá kl. 9.00-12.30. 

Fræðimenn og framhaldsnemar við Háskólann hafa umsjón með flestum námskeiðunum.  Opnað verður fyrir skráningar  22. maí 2025 kl. 15:00.

 

Á þessu námskeiði skoðum við helstu skýringar á afbrotahegðun og ræðum hlutverk refsinga, lögreglu og fangelsa í samfélaginu.
 

Í námskeiðinu verður fjallað um fjölmiðla, fréttir, falsfréttir, dagblöð, netmiðla, sjónvarp og fleira tengt blaða- og fréttamennsku.

""

Töfrandi og ævintýralegt tímaferðalag í leit að drekum og furðuverum. Skapandi og spennandi, þar sem listræn tjáning og ímyndunarafl blómstra.

Nemendur fá m.a. að hanna og skjóta eigin vatnseldflaugum og framkvæma tilraunir.

Nemendur gera áhugaverðar tilraunir og til skoðunar verða efni sem allir ættu að þekkja úr umhverfinu.

 

Nemendur fræðast um eldgos, skoða gjósku og hraun og prófa jarðskjálftamæli og hitamyndavélar.

Langar þig að geta bjargað mannslífi? Við förum yfir mikilvæg atriði í endurlífgun og gerum það á skemmtilegan hátt svo engum ætti að leiðast.

Hvað segir DNA-ið þitt um þig?

Námskeið fyrir krakka sem vilja styrkja sjálfa sig, læra að tjá tilfinningar, sjá hvað aðrir sjá og æfa sig í að tengjast eigin tilfinningum.

"

Lærum um ábyrgð í peningamálum, sparnað, vexti og fjárfestingar í gegnum skemmtilegan leik og verkefni. 

Nemendur skyggnast inn í heim fornleifafræðinnar, fá að handleika gripi og komast að því upplýsingar fornleifar geta gefið. 

Taktu þátt í skapandi vinnustofum þar sem þú breytir hugmynd í lausn!

Í þessu námskeiði ætlum við að kynnast tungumálinu eins og við tölum það í raun og veru (án djóks!). 

Hvað er gervigreind og hvað er þetta ChatGPT sem er alltaf verið að tala um?

Finnst þér mannslíkaminn áhugaverður? Þemadagur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi þar sem nemendur fá innsýn í störf heilbrigðisstarfsfólks.

Ratleikur á háskólasvæðinu þar sem þrautir tengjast heimsmarkmiðunum og heimsókn í utanríkisráðuneytið.

Hver ber ábyrgð á að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna náist – og hvaða áhrif get ég haft?

Á þemadeginum heimsækjum við RUV og fáum að kynnast störfum fjölmiðlafólks og þeim tækjum og tólum sem tengjast fjölmiðlastörfum.

Þátttakendur búa til litla fígúru eða tæki úr einföldum efniviði auk ljósa, mótora eða skynjara sem tengd eru við Microbit tölvur.

Framkvæmdar verða ýmsar áhugaverðar mælingar og skoðað hvernig líkaminn bregst við æfingum og þjálfun. 

Í þema verður farið í hjólaferð á Klambratún þar sem hópurinn fær kennslu í frisbígolfi. Nauðsynlegt er að mæta með hjól og hjálm.

Í námskeiðinu verður rýnt í sérkenni japanskrar menningar en sérstaklega verða tekin fyrir grunn atriði í japanskri tungu.

 

Við kynnumst byggingarmeisturum hafsins, kóröllunum, og með notkun skapandi aðferða munu nemendur teikna tillögur að verndarsvæðum í hafi.

Skemmtilegt námskeið þar sem unnið er með grunnþætti í leiklist og stuttar senur sem nemendur móta sjálfir. 

Nemendur kynnast ýmsum þáttum lyfjafræðinnar og vinnubrögðum í framleiðslu á lyfjaformum.

 

Hvað eru lög?  Fjallað verður um grunnstoðir lögfræðinnar og hugmyndir okkar um lögin.

Í þessu námskeiði kynnumst við menningu og mannlífi Mið-Austurlanda og rennum yfir sögu, trúarbrögð og tungumál landanna, allt til dags

Hér reynir á bragðskynið, lyktarskynið og heilastarfsemina! Við skoðum matinn okkar með hjálp vísindanna og framkvæmum þrautir og tilraunir.

Finnst þér gaman að segja frá? Langar þig til þess að verða færari í að skrifa sögur og texta á íslensku? 

Farið verður yfir þætti í skurðlækningum, bæði almennum skurðlækningum en einnig með áherslu á hjarta- og heilaskurðlækningar. 

Námskeiðið gefur innsýn inn í heim sjúkraþjálfunar og gefur þátttakendum tækifæri til að prófa alls kyns tæki og tól tengt starfi sjúkraþjálfara.

Hvað er sumt af því áhugaverðasta sem er að gerast í alþjóðastjórnmálunum?

Háskóli unga fólksins

Í stjörnufræði verður m.a. fjallað um risaárekstra og leitina að lífi í alheiminum.

""

Þátttakendur læra einfaldar aðferðir í anda Robinsons Crusoe. Það þarf hugvit og áræði til þess að lifa af við erfiðar aðstæður.

Innsýn í framandi menningarheima og undirstöðuatriði í frönsku, þýsku, ítölsku, spænsku og japönsku í sannkölluðu tungumálamaraþoni.

Farið verður yfir helstu hugtök í forritunarmálum og sú þekking nýtt til að æfinga í Scratch.

Í þema verður farið í vettvangsferðir í höfuðstöðvar CCP sem er stærsta tölvuleikjafyrirtæki á Íslandi og Tölvunarfræðideild HÍ.

Þátttakendur fræðast um erfðir og DNA, taka þátt í opnum umræðum, einangra DNA úr eigin frumum og kynnast starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar.&nbs

Þátttakendur læra einfaldar aðferðir við að lifa af úti í náttúrunni við erfiðar astæður.

Við kynnumst álfum og huldufólki og skoðum hvar og hvernig þau birtast. Nemendur búa til sína eigin álfa og huldufólk og sögu um þau.

Share