Háskóli Íslands

Námskeið 2019

Hér til vinstri má sjá námskeiðin sem voru í boði í Háskóla unga fólksins 2019. Smellið á námskeiðsheitin til að sjá námskeiðslýsingarnar.  

Sumarið 2020 hefur Háskóli Íslands ákveðið að aflýsa starfi Háskóla unga fólksins vegna takmarkana sem settar verða á samskipti vegna Covid-19.  Sumarið 2021 verða í boði afar fjölbreytt námskeið af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands.  Uppfærður námskeiðalisti fyrir 2021 verður tilbúinn í byrjun maí 2021.  Fræðimenn og framhaldsnemar við Háskólann hafa umsjón með flestum námskeiðunum.
 
Sumarið 2021 verður skólinn frá mánudegi til miðvikudags, 14. - 16. júní. Nemendur búa til sína eigin stundatöflu eftir áhugasviði.  Lokahátíð verður síðasta daginn á Háskólatorgi og á útisvæðunum.  
 
Í lýsingu námskeiðanna kemur fram hvort námskeið sé kennt sem tveggja daga námskeið, örnámskeið eða hvort tveggja. 
 
Hér má sjá dæmi um stundatöflu nemanda 2019. Í stað námskeiðsheita stendur námskeið 1, námskeið 2 o.s.frv.  
 

 
Nemendur útbúa sína eigin stundatöflu þegar opnað er fyrir skráningar um miðjan maí.  Stundum þarf að velja og hafna þar sem sú staða getur komið upp að einhver af óskanámskeiðunum eru kennd á sama tíma eða eru uppseld. En nemendur hafa oft upplifað það að velja námskeið, sem í upphafi var ekki endilega óskanámskeið, og vera svo alveg hæstánægð.
 
Ef námskeið birtist ekki á settum tíma í skráningarkerfinu er uppselt á námskeiðið og velja skal annað í staðinn. Við biðlum til nemenda sem hafa verið í Háskóla unga fólksins áður að velja önnur námskeið en síðast.  Það er meira gaman að upplifa nýja hluti heldur en sitja sama námskeiðið tvö, þrjú ár í röð.
 
Ekki verður skipt í aldurshópa 2021 og þá er skólinn opinn fyrir nemendur sem fæddir eru árin 2006-2009.  
 
Hér að neðan má sjá lista yfir námskeið kennd í Háskóla unga fólksins 2019.
 
 
Tímatafla Háskóla unga fólksins 2019