Heimspeki og kvikmyndir

Námskeið í 90 mín. 

Hvernig veit ég hvað er satt? Hvað gerir mig að mér? Hver er munurinn á vélmenni og manneskju? Er ég með frjálsan vilja?

Í þessu námskeiði kynnumst við helstu spurningum heimspekinnar og nýjum leiðum til að sjá heiminn. Þetta munum við gera með því að skoða brot úr kvikmyndum sem gera þessar spurningar lifandi.

Heimspeki er í forgrunni í námskeiðinu, og kvikmyndirnar eru tækin sem við notum til að koma okkur af stað. Við lærum að hugsa á heimspekilegan hátt, beitum gagnrýninni hugsun og skerpum á huganum.

Þema 180 mín.

Við köfum dýpra inn í heim kvikmyndanna, skreppum í vettvangsferð í Bíó Paradís og fáum að skyggnast á bak við tjöldin.

 

Titill
Hvernig námskeið

Text
  • Námskeið í 90 mín
  • Þema 180 mín
Image
Image
Háskóli unga fólksins