Námskeið

Í Háskóla unga fólksins er hægt að velja á milli fjölbreyttra stundataflna með átta námskeiðum og einum þemadegi hver.  

Í boði eru námskeið af öllum sviðum Háskóla Íslands, í félagsvísindum, hugvísindum, menntavísindum, heilbrigðisvísindum,verkfræði, raun- og náttúruvísindum og þverfræðilegum greinum. Það er hægt að lesa um öll námskeiðin hér fyrir neðan. 

Næst stendur skólinn yfir dagana 10. - 14. júní 2024 og þá geta þrír árgangar skráð sig, árgangar 2010, 2011 og 2012 (12-14 ára), þ.e. nemendur í 6. - 8. bekk grunnskóla. Gjaldið er kr. 25.000.

Nemendur taka tvö námskeið á dag, fyrra kl. 9.00-10.30 og seinna kl.11.00-12.30.  Hálftíma frímínútur eru kl. 10.30-11.00. Miðvikudaginn 12. júní er þema og þá eru nemendur í sama faginu frá kl. 9.00-12.30. 

Fræðimenn og framhaldsnemar við Háskólann hafa umsjón með flestum námskeiðunum.  Opnað verður fyrir skráningar  um miðjan maí 2024, nánar auglýst síðar. 

Athugið að námskeið og stundatöflur sem hér sjást voru fyrir 2023. Vefurinn verður uppfærður með nýjum námskeiðum og stundatöflum í byrjun maí 2024.