Lögfræði

Kennsla og vettvangsferð í einn af leyndardómum Háskóla Íslands.

Hvað eru lög? Hvernig verða þau til og af hverju förum við eftir þeim? Hvaða hlutverki gegna Alþingi, handhafar framkvæmdarvalds og dómsvalds? Hvað gera lögfræðingar og hvernig lítur starfsumhverfi þeirra út?
Fjallað verður um grunnstoðir lögfræðinnar og hugmyndir okkar um lögin. Við veltum fyrir okkur af hverju við förum eftir lögunum og hvernig lögin snerta okkar daglega líf og athafnir. Við mátum dómaraskikkjur og ræðum raunveruleg álitaefni.

Nemendur eru hvattir til að taka virkan þátt í námskeiðinu og fá að spreyta sig á lögfræðilegum álitaefnum og máta sig í ýmis hlutverk lögfræðinga.

Titill
Hvernig námskeið

Text
  • Námskeið í 90 mín
Image
Image