Fyrir hverja?

Háskóli unga fólksins er fyrir fróðleiksfúsa og fjöruga krakka á aldrinum 12 - 14 ára í 6. - 8. bekk grunnskóla.

Skólinn stendur yfir í tæpa viku og þá sækja nemendur nokkur stutt námskeið og kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands.

Skólinn verður næst haldinn dagana 10. - 14. júní 2024 og stendur frá kl. 9.00 - 12.30.  Skráningargjaldið er kr. 25.000. 

Við skráningu velur nemandi stundatöflu og hægt að velja milli möguleika sem bjóða námskeið af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands.

Image
Mynd frá Háskóla unga fólksins 2023