Útikennsla og ævintýranám

Skemmtilegt þema þar sem þátttakendur læra einfaldar aðferðir við að lifa af úti í náttúrunni í anda Robinsons Crusoe. Það þarf hugvit og áræði til þess að lifa af við erfiðar aðstæður. Í þema verður tíminn notaður úti til að kanna náttúruna í gegnum leik og starf. Nemendur fá að umgangast opinn eld og nýta hann m.a. til eldamennsku. Einnig förum við í þrautir og byggjum skýli eða skjól úr náttúrulegum efnum.
Spennandi og skemmtilegt þema fyrir þá sem vilja læra að bjarga sér.
Kennsla fer fram úti og því mjög mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og vera í viðeigandi skóbúnaði.

Titill
Hvernig námskeið

Text
  • Þema í 180 mín
Image
Image