Eldfjöllin okkar
Á Íslandi er mörg virk eldfjöll og eldgos eru algeng. Þau eru af ýmsu tagi. Sum gosin mynda hraun, í öðrum verða sprengigos. Þá myndast gosmekkir sem flytja ösku, jafnvel milli landa. Sum eldgosin verða í jöklum og valda þá stórum jökulhlaupum.
Í Háskóla unga fólksins könnum við ýmsar gerðir eldgosa og nemendur fá tækifæri til að skoða gjósku af ýmsu tagi og hraunmola úr nýlegum eldgosum. Þau fá að leysa skemmtileg verkefni, m.a. að prófa ýmis tæki, eins og jarðskjálftamæli, með því að búa til eigin jarðskjálfta, auk þess að sjá hvernig hitamyndavélar virka.
Titill
Hvernig námskeið
Titill
Hvernig námskeið
Text
- Námskeið í 90 mín
Image
Image
