Ævintýri orðanna — íslenska, latína og forngríska

Námskeið í 90 mín

Hvernig tengjast orðin Nike, panikk og Arion grískri goðafræði? Hvað hafa fyrirtækin Bónus, Volvo og Nova með latínu að gera? Hvaðan koma íslensku orðin úlfaldi, dóni, appelsína og stígvél? Tengist morgunsár meiðslum og hungursneyð brauðsneiðum? Fyrir hvað stendur G-ið í G-mjólk og af hverju tölum við um að einhver sé moldríkur eða að drumur sé í dós?
 
Með því að velta fyrir okkur orðunum sem við notum, og fletta kannski í orðabókum, koma í ljós áhugaverð svör við ýmsum spurningum sem þessum.
 
Í Háskóla unga fólksins ætlum við að skoða ýmsar birtingarmyndir tungumálsins og kanna uppruna orða sem við notum oft en þekkjum líklega ekki söguna á bak við. Við skoðum arfleið fornu tungumálanna latínu og grísku, því að jafnvel þótt tungurnar séu útdauðar og enginn tali þær lengur gætir áhrifa þeirra víða, meira að segja í íslensku. 
 
Auk þess ætlum við að velta fyrir okkur almennum spurningum um tungumálið á borð við eftirfarandi: Hvernig verða ný orð til? Hver má búa til ný orð? Hvað er íslenska gömul og hvernig hljómaði sú íslenska sem Snorri Sturluson talaði? Gætum við spjallað við Egil Skallagrímsson ef við hittum hann úti á götu? 

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Námskeið í 90 mín
Mynd
Image