Það var þemadagur í Háskóla unga fólksins miðvikudaginn 14. júní og þá sátu nemendur sama námskeiðið allan daginn.

Sumir fóru á stúfana t.d. nemendur í mannréttindum sem fóru í heimsókn á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Nemendur í íþrótta- og heilsufræði fóru í hjólaferð og fengu kennslu í frisbígolfi og nemendur í tölvuleikjahönnun fóru í vettvangsferði í höfuðstöðvar stærsta tölvuleikjafyrirtækis landsins CCP í Grósku. 

Safnakennarar í Þjóðminjasafninu tóku á móti nemendum og leiddu um undraheima safnins. Í hönnun vélmenna - skapandi smiðju bjuggu nemendur til litla fígúru, tæki eða annað álíka úr einföldum efniviði. Í heimspeki og kvikmyndum fengu nemendur að skyggnast á bak við tjöldin í Bíó Paradís. Í Veröld - húsi Vigdísar ferðuðust nemendur um heim tungumálanna og fengu innsýn í framandi menningarheima.

Í Mixtúru í Skaftahlíð voru nemendur í sköpun og stafrænni tækni að vinna með hugmyndir sínar, teikna og skera í vínilskera og geislaskera. Í smiðju um Geðheilbrigði og tilfinningar lærðu nemendur um geðheilbrigði og ýmis bjargráð sem nýtast til að efla eigin geðheilsu. Í þessum þemum og fleirum leyndi áhugi nemenda sér ekki og má sjá myndir af þemadeginum hér

 

 

 

Image
Háskóli unga fólksins 2023