Nemendur Háskóla unga fólksins héldu í dag áfram að kynna sér hinar ólíku og oft óvæntu hliðar vísindanna. Þau sóttu meðal annars námskeið í réttarvísindum, nýsköpun, gagnrýninni hugsun og siðfræði, skurðlækningum og íþrótta- og heilsufræði.
Á morgun taka við ný verkefni því þá er þemadagur í Háskóla unga fólksins sem þýðir að nemendur sitja sama námskeiðið allan morguninn.
Myndir Kristins Ingvarssonar frá deginum í dag tala sínu máli.