Drekar og kynjaverur – skoðum og skissum
Á þessu ævintýralega námskeiði í Þjóðminjasafninu og Eddu – Húsi íslenskunnar – förum við í töfrandi tímaferðalag í leit að drekum, kynjaverum og furðuverum sem leynast í útskornum gripum og fornum handritum.
Við skoðum tvær spennandi og gagnvirkar sýningar: Þjóð verður til og Heimur í orðum, og fáum innblástur til eigin sköpunar.
🎨 Skissum okkar eigin kynjaverur, innblásnar af íslenskum þjóðsögum
📜 Prófum að skrifa með fjaðurstaf og náttúrubleki á alvöru kálfskinn – alveg eins og á miðöldum!
Skapandi, sögulegt og spennandi námskeið þar sem listræn tjáning og ímyndunarafl fá að blómstra.
Verk nemenda sem vilja verða til sýnis í barna- og fjölskyldurými Þjóðminjasafnsins í kjölfarið ásamt ljósmyndum og texta um ferlið að baki gerð verkanna.
Titill
Hvernig námskeið
- Þema í 180 mín
