Endurlífgun

Námskeið í 90 mín. 

Langar þig að geta bjargað mannslífi? Bjargráður er félag læknanema um endurlífgun en markmið félagsins er að kenna krökkum og fullorðnum grunnatriðin í endurlífgun. Hvað eigum við að gera ef við komum að manneskju sem liggur á jörðinni? Hvað ef hún svarar ekki ef við köllum á hana? Hvað ef hún andar ekki?

Við förum yfir öll þessi atriði og gerum það á skemmtilegan hátt svo engum ætti að leiðast á meðan lært er um þessi mikilvægu atriði sem geta hjálpað ykkur að bjarga mannslífi.

Þema í 180 mín.

Í þema gefst lengri tími til að læra um og æfa sig í því að bjarga mannslífi.  

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Námskeið í 90 mín
  • Þema í 180 mín
Mynd
Image
endurlifgun