Félagsráðgjöf - seigla og vellíðan
Skemmtilegt námskeið þar sem þátttakendur læra einfaldar aðferðir við að auka seiglu og farið verður yfir hvað getur haft áhrif á okkar vellíðan. Á þessu námskeiði lærir þú aðferðir til að styrkja þig og auka vellíðan þína. Rætt verður um hvað getur haft áhrif á hvernig þér líður og hvað hægt er að gera til þess að líða betur.
Þú munt skoða myndir og æfa þig í að sjá hluti frá fleiri en einu sjónarhorni. Auk þess að þjálfa þig í því að segja frá því sem þú sérð og hvernig þú getur brugðist við ef aðrir eru ekki sammála þér.
Á námskeiðinu færð þú tækifæri til að leysa skemmtilegt verkefni sem efla þig í því að vinna með öðrum.
Í lokin færð þú að prófa hugleiðslu og teiknar sérstaka tilfinninga- og seiglukassa sem þú getur tekið með þér heim.
Þetta námskeið er fyrir krakka sem vilja styrkja sjálfa sig, læra að tjá tilfinningar, sjá hvað aðrir sjá og æfa sig í að tengjast eigin tilfinningum.
Kennslan fer fram innandyra.
Titill
Hvernig námskeið
- Námskeið í 90 mín
