Í dag lauk síðasta degi Háskóla unga fólksins 2024 með glæsilegri 20 ára afmælisveislu skólans.
Nemendur sóttu tvö námskeið fyrir hádegi og var mikið um að vera hjá okkar ríflega 250 nemendum. Eftir allan fróðleikinn streymdu nemendur að Háskólatorgi þar sem starfsmenn grilluðu pylsur fyrir unga fólkið og skáru risa stóra afmælisköku ofaní afmælisgesti. Eftir allar veitingarnar tóku nemendur þátt í útileikjum fyrir framan Aðalbyggingu og þar spreyttu nemendur sig í hópleikjum og allskonar uppblásnum leiktækjum áður en þeir héldu til síns heima með allskonar nýja þekkingu og hugvit í farteskinu eftir lærdómsríka daga í Háskóla unga fólksins.
Við þökkum kærlega fyrir samveruna síðustu daga og getum varla beðið eftir næsta sumri og enn fleiri nemendum í Háskóla unga fólksins.
Myndir Kristins Ingvarssonar frá því í dag.

Image