Heimsmarkmiðin í mynd

Hvað eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og af hverju skipta þau máli? Hvernig tengjast þau friði, mannréttindum og jafnrétti? Hver ber ábyrgð á að þau náist – og hvaða áhrif get ég haft?

Í þessu örnámi kynnast þátttakendur heimsmarkmiðunum á skapandi og gagnvirkan hátt. Þeir taka þátt í spurningakeppni, ræða um mikilvægar spurningar og skoða eigin sýn með því að taka myndir sem tengjast markmiðunum. Hvernig lítur „friðsælt samfélag“ út á mynd? Hvað segir mynd af rusli við göngustíg um sjálfbæra þróun?

Þátttakendur læra að hlusta með opnum huga, setja sig í spor annarra og tengja persónulega reynslu við stærri hugmyndir um réttlæti og sjálfbærni. Aldrei að vita nema einhver vinni verðlaun!

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Námskeið í 90 mín
Mynd
Image