Á þemadeginum ætlum við að fjalla um Jörðina, tunglið og sólina. Á Jörðinni fræðumst við um eldgos og handleikum steina. Við skoðum sólmyrkva og tunglmyrkva, könnum flóð og fjöru og af hverju tunglið vex og dvínar. Loks skoðum við sólina, hvernig hún varð til og hvernig hún endar ævina. Ef veður leyfir förum við út í sólskoðun.
