Í dag sátu nemendur Háskóla unga fólksins tvö námskeið. Þau bjuggu til að mynda til krem í lyfjafræði, könnuðu náttúruna í Vatnsmýri í tómstunda- og félagsmálafræði, fræddumst um skrímsli í þjóðfræði og veltu því upp hvaða máli kyn skiptir í kynjafræði. Í rafmagns- og tölvuverkfræði fór Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands yfir grundvallaratriðin í rafmagnsrásum með ungu nemendunum og fengu þau einnig að framkvæma verklegar æfingar.  Nemendur rifu í sundur texta og byggðu þá aftur upp frá grunni í námskeiðinu orðaleikir og bókmenntir, fóru yfir helstu hugtök í forritunarmálum og prufuðu sig áfram í tölvutækni og forritun og ræddu tilfinningar og kynntust bjargráðum sem nýtast til að efla geðheilsu í námskeiðinu geðheilbrigði og tilfinningar. 

Á morgun föstudag er síðasti dagurinn í Háskóla unga fólksins þetta sumar og þá sækja nemendur tvö námskeið og enda svo daginn í tuttugu ára afmælisveislu Háskóla unga fólksins. Þá fá allir nemendur afmælisköku, pylsu og boðið verður upp á allskonar skemmtun og útileiki í uppblásnum leiktækjum.   

Hjartans þakkir fyrir daginn og við hlökkum til að halda upp á stórafmæli Háskóla unga fólksins með ykkur á morgun.

Sjáið myndir frá deginum og allar myndir teknar þessa daga.

Image