Leysum ráðgátu

Á þemadaginn verður sýnikennsla í efnagreiningu og farið yfir hin ýmsu tæki og tól sem hægt er að nota. Ef veður leyfir verður gengið yfir í Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði í stutta heimsókn. Í lok dags nýta nemendur sýna nýju þekkingu til að leysa tilbúna ráðgátu. 

Réttarvísindi notast við ýmsar raungreinar til að svara lögfræðilegum spurningum. Þau eru oftast notuð til að rannsaka glæpi og framkalla sönnunargögn sem hægt er að nota fyrir rétti í sakamálum. Nemendur fá að kynnast mismunandi sviðum réttarvísinda og hvernig þau nýtast í dómsmálum. Áhersla verður lögð á rannsóknir á fingraförum, DNA, efnagreiningar og vettvangsrannsóknir. Nemendur fá einnig að skoða eigin fingraför og prufa að finna fingraför á mismunandi yfirborðum.

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Þema í 180 mín
Mynd
Image