Hvernig bragðast matur í geimnum? Hvað þarf að hafa í huga þegar matreitt er fyrir geimferðir? Hvernig verður þekkingin til og hvað gætir þú lagt til vísindanna í framtíðinni?
Námskeiðið spannar fræðslu, verklegar tilraunir og alls konar skemmtilegheit tengd geimnum, mannslíkamanum, mat og miðlun.
Þemadagurinn byrjar og endar á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Nemendur fara með kennurum í strætó fram og til baka og fer kennsla fram í tilraunaeldhúsi og skynmatsherbergi Matís.