Hvað felst í nýsköpun og af hverju er hún mikilvæg? Hvernig væri heimurinn án nýsköpunar?
 
Í þjóðfélagi sem er í stöðugri þróun er nýsköpun að verða sífellt mikilvægari. Við munum skyggnast inn í hugarheim frumkvöðulsins og skoða hvaða tól nýtast við nýsköpun og viðskiptaþróun. Farið verður yfir hvernig ferlið er og hvernig hægt er að koma hugmynd frá hugmyndarstigi yfir í framkvæmd og út á markaðinn.
 
Við munum vinna í hópum og skoða hvað mikilvægt sé að hafa í huga þegar hugmynd er þróuð. Nemendur munu til dæmis taka notendaviðtöl og læra að nota Business Model Canvas til að gera viðskiptaáætlun og þróa þannig hugmynd að viðskiptatækifæri.
 
Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Ekki er nauðsynlegt að vera komin með hugmynd til að taka þátt.

Nemendur Háskóla unga fólksins kynna hugmyndir sínar út frá Business Model Canvas
Share