Hvað gera dómarar og lögmenn? Hvernig fara þessi réttarhöld fram sem við heyrum í fréttunum og sjáum í sjónvarpinu?

Við kynnumst starfsumhverfi dómara og lögmanna þegar við förum í vettvangsferð í Héraðsdóm Reykjavíkur. Þar bregðum við okkur í hlutverk þeirra, klæðumst skikkjum og setjum upp réttarhöld þar sem við leysum úr raunverulegu álitaefni.
 
Nemendur eru hvattir til að taka virkan þátt í námskeiðinu og fá að spreyta sig á lögfræðilegum álitaefnum og máta sig í ýmis hlutverk lögfræðinga.
 
Þar sem farið verður í vettvangsferð er mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og vera í viðeigandi skóbúnaði. 

Nemendur í Háskóla unga fólksins í réttarsal
Share