Langar þig að smíða þinn eigin kappakstursbíl? Team Spark er hópur verkfræðinema sem unnið hefur að þróun, hönnun og smíði eins manns kappakstursbíls í vetur. Í sumar fer hópurinn út með rafknúna kappakstursbílinn TS19 á keppnir í Austurríki, Ítalíu og á Spáni. 
 
Í námskeiðinu fá nemendur að kynnast því hvað þarf til þess að heill kappakstursbíll verði að veruleika, hvar á að byrja og að hverju þarf að huga. Nemendur fara sjálfir í gegnum hönnun og smíði á eigin kappakstursbíl og fá að rekast á hin ýmsu vandamál sem mögulegt er að komi upp í ferli sem þessu.
 
Unnið verður í kennslustofu verkfræðideildar og einnig í verklegu rými deildarinnar. Allir þeir sem hafa áhuga á kappakstursbílum, tækjum eða brennandi áhuga á krefjandi verkefnum ættu ekki að láta þetta framhjá sér fara.

Kappakstursbílar smíðaðir í HUF
Share