Fréttavinnsla og heimsókn í Ríkisútvarpið. Nemendur setja sig í spor fréttamanna og prófa sitt eigið fréttanef!
Á háskólasvæðinu er margt að gerast og fara nemendur um svæðið sem fréttamenn og þefa uppi áhugaverð umfjöllunarefni sem þeir vinna sjálfir fréttir um. Fréttir nemenda verða birtar á þessum vef.
Einnig fara nemendur í heimsókn í Ríkisútvarpið. Þar gefst tækifæri til að skoða hljóð- og myndver sjónvarpsins ásamt því að skoða aðra króka og kima hússins. Nemendur hitta einnig frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins og þeim gefst kostur á að spyrja þá spurninga um störf fréttamanna, fréttamat, beinar útsendingar og fleira.