Íþrótta- og heilsufræði
Námskeið 90 mín.
Viltu fá innsýn inn í líf og störf íþróttafræðings og kynnast hvernig hreyfing og svefn geta haft áhrif á heilsuna? Langar þig til að forvitnast um hvernig líkaminn bregst við æfingum og þjálfun?
Í íþrótta- og heilsufræðinámskeiðinu munum við fræðast um og framkvæma ýmsar áhugaverðar mælingar og reyna á alla vöðva líkamans. Verið því tilbúin í skemmtilegan og fróðlegan tíma þar sem við munum hreyfa okkur bæði úti og inni og því er mikilvægt að vera í viðeigandi fatnaði.
Mikilvægt er að klæða sig í viðeigandi íþróttafatnað og skóbúnað, fyrir inni og útiveru.
Þema 180 mín.
Í þema verður farið í hjólaferð á Klambratún þar sem hópurinn fær kennslu í frisbígolfi. Farið verður yfir það helsta sem þarf til þess að stunda frisbígolf sem íþrótt og afþreying. Hvernig kastar maður frisbígolf diskum og hvernig eru leikreglurnar? Ef þú hefur áhuga á íþróttaiðkun, góðri heilsu, útiveru og lífsstíl er þetta kjörið þema fyrir þig.
Nauðsynlegt er að mæta með hjól og hjálm. Klæða sig eftir veðri og vera í viðeigandi skóbúnaði.
Titill
Hvernig námskeið
- Námskeið í 90 mín
- Þema í 180 mín
