Skiptir máli hvar ég fæddist? Mannréttindi um víða veröld.
Spáð verður í mannréttindi fólks um víða veröld og skiptingu auðs og valda. Meðal annars verður fjallað um nútíma þrælahald, málefni flóttamanna og hatursorðræðu. Einnig verður Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar heimsótt.
Lykilspurningin er: Getum við gert eitthvað?
Nemendur setja sig í spor þeirra sem búa við misjafnar aðstæður og skoða persónulegar sögur ungmenna sem hafa ekki sætt sig við stöðu mála.