Vindmyllusmíði

Námskeið 90 mín.

Getur rokið okkar loksins gert eitthvað gagn?

Vindorka hefur á síðastliðnum áratugum verið að ryðja sér til rúms og nú rísa vindmyllur um allan heim og seinast hér á Íslandi. Öll þekkjum við af eigin raun hve mikill kraftur vindsins er og því er spennandi að hugsa til þess að hægt sé að nýta hann.

En af hverju snúast vindmyllur þegar vindurinn blæs? Hvernig verður rafmagn til úr náttúruöflum? Hvað eiga vindmyllur skylt við flugvélar?

Í þessu námskeiði skoðum við hvernig rafmagn er búið til úr náttúruöflunum og sérstaklega hvernig vindmyllur beisla vindorkuna. Nemendur fá síðan tækifæri til þess að hanna, útfæra og smíða sína eigin vindmylluspaða og prófa getu þeirra með aflmælingu.

Þema 180 mín.

Í þema gefst lengri tími til að fara dýpra í efnistökin við vindmyllusmíði og hvernig rafmagn er búið til úr náttúruöflunum og sérstaklega hvernig vindmyllur beisla vindorkuna. Nemendur fá gott tækifæri til þess að hanna, útfæra og smíða sína eigin vindmylluspaða og prófa getu þeirra með aflmælingu.

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Þema 90 mín
  • Þema í 180 mín
Mynd
Image
Háskóli unga fólksins