Nýsköpun – fyrstu skrefin

Námskeið 90 mín

Vandamál og áskoranir, eru alls staðar í kringum okkur og er margt sem þarf að laga og bæta úr. Það á við í umhverfinu, náttúrunni og samfélaginu en einnig nær okkur, eins og heima við, í skólanum, í frístundinni eða nánasta nágrenni.

Nýsköpun getur átt sér stað á ýmsum sviðum en með henni er hægt að laga eða bæta hluti, umhverfið og samfélagið en einnig einfaldlega til að koma fram með nýja vöru eða þjónustu. Öll geta komið fram með hugmyndir og aldur skiptir alls engu máli. Margir krakkar hafa fundið upp stórsnjalla hluti en t.d. íspinninn, trampólín, eyrnahlífar, blindraletur, vasareiknirinn og fleiri hlutir, voru fundin upp af krökkum.

Ert þú kannski með hugmynd í kollinum sem þú vilt láta verða að veruleika? Ertu ekki með hugmynd en vilt læra hvernig hægt er að koma fram með góða nýsköpunarhugmynd?

Á þessu námskeiði lærum við um það hvernig hægt er að koma fram með góða hugmynd og vinna aðeins með hana áfram.

Þema 180 mín

Gervigreind og nýsköpun. Á vinnustofunni, sem snillingurinn Hildur Arna Hakansson stýrir, skoðum við gervigreindir, hvað þær geta gert fyrir okkur, hvernig þær virka og hvernig þær geta nýst samfélaginu í að leysa allskyns vandamál. Við hönnum gervigreind með ákveðin vandamál í huga með hugmyndafræði nýsköpunar að leiðarljósi.

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Námskeið í 90 mín
  • Þema í 180 mín
Mynd
Image